Í auglýsingunni má m.a. sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, Kristófer Acox körfuboltamann, tónlistarmennina Unnstein Manuel Stefánsson, Helga Björnsson og Friðrik Dór Jónsson, leikarana Ingvar E. Sigurðsson, Þórhall Sigurðsson (Ladda), og Gísla Örn Garðarsson, Ólaf Stefánsson handboltamann og sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson.
Frammistaða téðs Kristófers og Gísla Einarssonar, sjónvarpsmanns á RÚV, hefur vakið sérstaka kátínu meðal Twitter-notenda.
Hvern legg ég svo inn á fyrir að hafa sett @gislieinarsson beran að ofan í ramma með Kristófer Acox?
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) March 2, 2019
Sjúk auglýsing https://t.co/P1dbojNceL
Kristófer Acox og Gísli í Landanum er eitthvað það albesta combó sem ég get nokkurn tímann ímyndað mér. pic.twitter.com/BLvhtoBuBM
— Jói Skúli (@joiskuli10) March 2, 2019
Hér að neðan má horfa á auglýsinguna í heild sinni en þegar þetta er ritað hefur verið horft á hana um sjötíu þúsund sinnum á Facebook og sjö þúsund sinnum á YouTube.