Barnaheill og Blátt áfram sameinast Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 11:33 Í tilkynningu segir að tilgangur með sameiningu sé að samnýta krafta beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn ofbeldi á börnum. Vísir/vilhelm Stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram hafa tekið þá ákvörðun að sameinast undir nafni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Verkefni Blátt áfram verða því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Barnaheill og Blátt áfram. Í tilkynningu segir að tilgangur með sameiningu sé að samnýta krafta beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn ofbeldi á börnum. Verkefni Blátt áfram muni að stærstum hlut felast í vitundarvakningu, fræðslu og forvörnum á því sviði. Samtökin vilji með þessu sýna gott fordæmi og trúa því að sameinuð muni þau ná fram enn meiri árangri í baráttunni gegn ofbeldi á börnum en hingað til.“ Framkvæmdastjóri Barnaheilla verður áfram Erna Reynisdóttir en við starfslið Barnaheilla bætast þrír starfsmenn frá Blátt áfram. Starfsemi samtakanna verður fyrst um sinn á tveimur starfsstöðum, á Háaleitisbraut 13 og í Fákafeni 9 en stefnt er að flutningi í sameiginlegt húsnæði síðar á árinu. „Við teljum þetta vera mikilvæg skilaboð til samfélagsins um að við séum sífellt að leita leiða til að verða enn sterkari málsvari barna. Með þessu skrefi er verið að samnýta krafta og þekkingu félaganna, með sameinuðum kröftum erum við enn öflugri málsvarar fyrir börn. Barnaheill eru virt samtök á alþjóðavísu og við teljum að verkefni Blátt áfram muni dafna innan raða Barnaheilla,“ segir Sigríður Björnsdóttir, formaður Blátt áfram. „Barnaheill verða áfram ein öflugustu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem vinna að vernd barna gegn ofbeldi og forvörnum á því sviði. Blátt áfram hafa unnið gríðarlega gott starf varðandi vernd gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við erum mjög stolt af því að þau sameini starfsemi sína Barnaheillum,“ segir Harpa Rut Hilmarsdóttir formaður Barnaheilla. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram hafa tekið þá ákvörðun að sameinast undir nafni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Verkefni Blátt áfram verða því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Barnaheill og Blátt áfram. Í tilkynningu segir að tilgangur með sameiningu sé að samnýta krafta beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn ofbeldi á börnum. Verkefni Blátt áfram muni að stærstum hlut felast í vitundarvakningu, fræðslu og forvörnum á því sviði. Samtökin vilji með þessu sýna gott fordæmi og trúa því að sameinuð muni þau ná fram enn meiri árangri í baráttunni gegn ofbeldi á börnum en hingað til.“ Framkvæmdastjóri Barnaheilla verður áfram Erna Reynisdóttir en við starfslið Barnaheilla bætast þrír starfsmenn frá Blátt áfram. Starfsemi samtakanna verður fyrst um sinn á tveimur starfsstöðum, á Háaleitisbraut 13 og í Fákafeni 9 en stefnt er að flutningi í sameiginlegt húsnæði síðar á árinu. „Við teljum þetta vera mikilvæg skilaboð til samfélagsins um að við séum sífellt að leita leiða til að verða enn sterkari málsvari barna. Með þessu skrefi er verið að samnýta krafta og þekkingu félaganna, með sameinuðum kröftum erum við enn öflugri málsvarar fyrir börn. Barnaheill eru virt samtök á alþjóðavísu og við teljum að verkefni Blátt áfram muni dafna innan raða Barnaheilla,“ segir Sigríður Björnsdóttir, formaður Blátt áfram. „Barnaheill verða áfram ein öflugustu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem vinna að vernd barna gegn ofbeldi og forvörnum á því sviði. Blátt áfram hafa unnið gríðarlega gott starf varðandi vernd gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við erum mjög stolt af því að þau sameini starfsemi sína Barnaheillum,“ segir Harpa Rut Hilmarsdóttir formaður Barnaheilla.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira