Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2019 15:15 Þeir Matthías og Klemes báru sig vel. Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22