Innlent

Hvassviðri og slydda í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í nótt og á morgun hvessir aftur og verður veður sýnu verst allra syðst.
Í nótt og á morgun hvessir aftur og verður veður sýnu verst allra syðst. Vísir/hanna

Gera má ráð fyrir minnkandi austlægri átt og sums staðar dálítilum éljum í dag. Lengst af verður þó léttskýjað suðvestantil. Hiti verður svipaður og verið hefur, fer um og yfir frostmark um landið sunnanvert að deginum, en annars frost, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í nótt og á morgun hvessir aftur og verður veður sýnu verst allra syðst þ.e. umhverfis Mýrdalsjökulssvæðið. Má búast við vindhraða á bilinu 18-25 m/s og mun hvassara í hviðum.

Annars staðar hvessir einnig en þar verður austan 10-18 m/s. Þá má búast við slyddu eða snjókomu á köflum sunnantil, einkum við ströndina en þurrt víðast hvar annars staðar. Varar veðurfræðingur vegfarendur við erfiðum aðstæðum austur fyrir Markarfljót og vestur fyrir Múlakvísl.

„Ekki er hægt að útiloka að minniháttar úrkoma nái á höfuðborgarsvæðið, en ætti engu að síður að vera lítil. Vegfarendur sem leið eiga austur fyrir Markarfljót í vestri og vestur fyrir Múlakvísl úr austri ættu að fara mjög varlega. Hitinn gæti farið í 3 til 4 stig yfir daginn en yfir Reynisfjall hlánar lítið og gæti orðið erfitt yfirferðar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.