Innlent

Dómurinn kemur SA á óvart

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar veitti viðbrögð við niðurstöðu félagsdóms í beinni útsendingu á Vísi.
Ragnar veitti viðbrögð við niðurstöðu félagsdóms í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm
Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. Efling var sýknað af kröfum SA varðandi verkfallsboðun á morgun og því ljóst að verkfall hefst á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59.

Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.

„Við viljum að farið sé að lögum og ef þetta eru hin réttu lög þá hlítum við því,“ sagði Ragnar í samtali við Heimi Má Pétursson en fylgst var með gangi mála í beinni útsendingu á Vísi.

Ragnar sagði jafnframt að það liggi þá fyrir að verkstöðvun fari fram.

„Þetta er engin óskastaða að það séu verkföll og tjón fyrir fyrirtækin,“ segir Ragnar. Nú sé staðan sú að enn sé unnið með sáttasemjara að lausn málsins og þessi dómur eigi ekki að raska því ferli.

Fundað var í húsakynnum sáttasemjara í morgun en fundurinn var tíðindalaus.


Tengdar fréttir

Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið

Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.