Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 21:15 Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar. Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar.
Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira