Innlent

Um 500 farþegar sátu fastir í vélum vegna veðurs

Kjartan Kjartansson skrifar
Fólk sat fast úti í tveimur flugvélum í 30-50 mínútur. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Fólk sat fast úti í tveimur flugvélum í 30-50 mínútur. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Mynd/Pjetur

Taka þurfti alla landganga á Keflavíkurflugvelli úr notkun vegna hvassviðris um tíma í kvöld. Um 500 farþegar í tveimur vélum biðu í þrjátíu til fimmtíu mínútur eftir því að komast frá borði á meðan beðið var eftir að vind lægði.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia má ekki afferma vélar þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta, tæpa 26 metra á sekúndu, af öryggisástæðum. Það gerist nokkuð reglulega þegar djúpar lægðir ganga yfir.

Farþegar vélar Easy Jet annars vegar og Finnair hins vegar þurftu af þessum sökum að bíða eftir að komast frá borði í kvöld. Landgangarnir komust aftur í notkun nú um klukkan hálf átta í kvöld.

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið. Veðurstofan varar við umhleypingum með snörpum veðrabrigðum næstu daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.