Innlent

Mikil óvissa ríkir um framtíð sjúkraflutninga í Ólafsfirði

Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Björgunarfélagið Tindur segir að ekki hafi reynst að manna vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn í sjálfboðavinnu. Því hefur Tindur sagt sig frá málinu.
Björgunarfélagið Tindur segir að ekki hafi reynst að manna vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn í sjálfboðavinnu. Því hefur Tindur sagt sig frá málinu.
Björgunarfélagið Tindur í Ólafsfirði hefur tilkynnt Jóni Helga Björnssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að ekki hafi reynst mögulegt að manna í sjálfboðavinnu vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn á staðnum en teymið átti að sinna fyrsta viðbragði við útkall sjúkrabíls frá Siglufirði samkvæmt samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar.

Í samtali við fréttastofu segir Helga Helgadóttir, formaður bæjarráðs, að Jón Helgi hafi verið boðaður á fund ráðsins á þriðjudaginn næsta til að ræða framtíð sjúkraflutninga á svæðinu.

Í fundargerðinni lýsir bæjarráð yfir áhyggjum sínum af stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og hefur óskað eftir því að Jón Helgi upplýsi ráðið um næstu skref.

Rekstur sjúkraflutninga var lagður af á svæðinu árið 2017 og á þeim tímapunkti sóttist björgunarfélagið Tindur eftir verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×