Innlent

Mikil óvissa ríkir um framtíð sjúkraflutninga í Ólafsfirði

Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Björgunarfélagið Tindur segir að ekki hafi reynst að manna vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn í sjálfboðavinnu. Því hefur Tindur sagt sig frá málinu.
Björgunarfélagið Tindur segir að ekki hafi reynst að manna vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn í sjálfboðavinnu. Því hefur Tindur sagt sig frá málinu.

Björgunarfélagið Tindur í Ólafsfirði hefur tilkynnt Jóni Helga Björnssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að ekki hafi reynst mögulegt að manna í sjálfboðavinnu vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn á staðnum en teymið átti að sinna fyrsta viðbragði við útkall sjúkrabíls frá Siglufirði samkvæmt samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar.

Í samtali við fréttastofu segir Helga Helgadóttir, formaður bæjarráðs, að Jón Helgi hafi verið boðaður á fund ráðsins á þriðjudaginn næsta til að ræða framtíð sjúkraflutninga á svæðinu.

Í fundargerðinni lýsir bæjarráð yfir áhyggjum sínum af stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og hefur óskað eftir því að Jón Helgi upplýsi ráðið um næstu skref.

Rekstur sjúkraflutninga var lagður af á svæðinu árið 2017 og á þeim tímapunkti sóttist björgunarfélagið Tindur eftir verkefninu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.