Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 20:00 Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“ Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á íslenskar „mömmur“ Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“
Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á íslenskar „mömmur“ Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira