Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 11:07 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Hefur SA skorað á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðsluna nú þegar og verði félagið ekki við þeirri áskorun hyggjast SA höfða dómsmál gegn Eflingu fyrir félagsdómi. Í frétt á vef SA segir að samtökin telji ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu um verkfallið þar sem 8000 félagsmönnum sé boðið að taka þátt í að greiða atkvæði en verkfallið sjálft nái aðeins til um 700 félagsmanna Eflingar. „Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er heimilt að láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Samkvæmt fréttum áætlar Efling að verkfallið nái til 700 félagsmanna en félagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 félagsmönnum að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallið. SA telja það fyrirkomulag ólögmætt enda mætti með þeim hætti fá verkfall samþykkt jafnvel þótt allir þeir sem vinnustöðvun er ætlað að taka til greiði atkvæði gegn verkfall,“ segir í frétt SA.Segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi verið viðbúið að SA myndi bregðast við með þessum hætti. Hann segir áskorunina ekki hafa nein áhrif á framkvæmd kosninganna og segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga. „Það er þrennt sem þarna kemur til. Það er í fyrsta lagi lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938, það eru í öðru lagi lög Eflingar og í þriðja lagi reglugerð sem Alþýðusambandið hefur samþykkt og er samkomulag á milli Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og sem ríkissáttasemjari hefur líka fallist á,“ segir Viðar sem kveðst vilja beina því til SA að standa ekki í vegi fyrir því að fólk á vinnumarkaði nýti sér lýðræðislegan rétt sinn til þess að taka ákvarðanir. Eins og áður segir er atkvæðagreiðsla um verkfallið hafin. Verkfallið, ef það verður samþykkt, mun taka til allra þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá. Þá nær félagssvæði Eflingar einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Ölfuss auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar að því er segir á vef Eflingar. Atkvæðagreiðslan er leynileg og rafræn en einnig er á ferðinni bíll frá Eflingu sem keyrir á milli vinnustaða og safnar atkvæðum. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Eflingar sem vinna samkvæmt Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi sem rann út þann 31.desember 2018. Viðar segir að meirihluta greiddra atkvæða þurfi til að boðun verkfallsins teljist samþykkt.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Eflingar og nánari upplýsingum um boðun verkfallsins. Kjaramál Tengdar fréttir Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Hefur SA skorað á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðsluna nú þegar og verði félagið ekki við þeirri áskorun hyggjast SA höfða dómsmál gegn Eflingu fyrir félagsdómi. Í frétt á vef SA segir að samtökin telji ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu um verkfallið þar sem 8000 félagsmönnum sé boðið að taka þátt í að greiða atkvæði en verkfallið sjálft nái aðeins til um 700 félagsmanna Eflingar. „Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er heimilt að láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Samkvæmt fréttum áætlar Efling að verkfallið nái til 700 félagsmanna en félagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 félagsmönnum að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallið. SA telja það fyrirkomulag ólögmætt enda mætti með þeim hætti fá verkfall samþykkt jafnvel þótt allir þeir sem vinnustöðvun er ætlað að taka til greiði atkvæði gegn verkfall,“ segir í frétt SA.Segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi verið viðbúið að SA myndi bregðast við með þessum hætti. Hann segir áskorunina ekki hafa nein áhrif á framkvæmd kosninganna og segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga. „Það er þrennt sem þarna kemur til. Það er í fyrsta lagi lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938, það eru í öðru lagi lög Eflingar og í þriðja lagi reglugerð sem Alþýðusambandið hefur samþykkt og er samkomulag á milli Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og sem ríkissáttasemjari hefur líka fallist á,“ segir Viðar sem kveðst vilja beina því til SA að standa ekki í vegi fyrir því að fólk á vinnumarkaði nýti sér lýðræðislegan rétt sinn til þess að taka ákvarðanir. Eins og áður segir er atkvæðagreiðsla um verkfallið hafin. Verkfallið, ef það verður samþykkt, mun taka til allra þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá. Þá nær félagssvæði Eflingar einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Ölfuss auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar að því er segir á vef Eflingar. Atkvæðagreiðslan er leynileg og rafræn en einnig er á ferðinni bíll frá Eflingu sem keyrir á milli vinnustaða og safnar atkvæðum. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Eflingar sem vinna samkvæmt Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi sem rann út þann 31.desember 2018. Viðar segir að meirihluta greiddra atkvæða þurfi til að boðun verkfallsins teljist samþykkt.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Eflingar og nánari upplýsingum um boðun verkfallsins.
Kjaramál Tengdar fréttir Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51
Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði. 25. febrúar 2019 07:30