Góðgæti fyrir standandi gesti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:00 Marineruð kjúklingaspjót með kryddmajónesi. Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla. Það hentar ekki öllum að hafa sitjandi borðhald og því geta fylgt ýmsir kostir að hafa gesti standandi í fermingarveislum. Þannig spjallar fólk meira saman og hópurinn blandast betur. Veitingarnar geta líka sem best verið sniðnar að þessu fyrirkomulagi, eins og til dæmis þessir dýrindis réttir sem Snorri hjá Vox hefur sett saman og gefur hér uppskriftir að. Arachini-bollurnar eru gómsætar með góðri pastasósu. Arachini-bollur 400 g bygg 500 g kjúklingasoð 100 g rjómi 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 dl hvítvin eða edik 200 g parmesan-ostur 200 g brauðraspur 100 g eggjarauður 100 g hveiti Skolið byggið með köldu vatni. Hitið olíu í potti og steikið byggið þar til það er kominn smá litur á það. Bætið þá fínt söxuðum lauk og hvítlauk við og látið malla með. Hellið ediki eða víni yfir og sjóðið niður. Bætið kjúklingasoði við í litlum skömmtum og látið sjóða niður á milli. Bætið við rjóma og sjóðið þar til byggottóið er orðið þykkt. Bætið fínrifnum parmesan saman við. Kælið byggið niður, gerið svo litlar kúlur og frystið. Þegar á að bera fram kúlurnar er þeim fyrst velt upp úr hveiti, svo eggjarauðu og þar næst brauðraspi og endurtakið tvisvar sinnum. Djúpsteikið síðan á 180°C þar til þær eru gullinbrúnar. Þessar bollur er gott að bera fram með pastasósu. Þessi litlu rækjutakó eru einstaklega handhæg og bragðgóð í veisluna. Mjúkt takó 250 g tígrisrækjur 100 g arabiata tómatsósa 100 g piparrót 100 g rauðlaukur sýrður í blöndu sem er 100 ml vatn, 100 g sykur og 100 ml edik 3 stk. vorlaukur 20 stk. lítil taco brauð 200 g hrásalat Rífið piparrótina út í hrásalatið. Steikið rækjurnar og veltið upp úr tómatsósunni. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hellið ediksleginum yfir, látið bíða 15 mínútur. Skerið vorlaukinn smátt niður og raðið svo öllu saman í takóbrauðin. Kjúklingaspjót Marinering 1 þumall ferskur engifer 200 ml sojasósa 2 geirar hvítlaukur 200 ml sushi-edik 25 g shiracha eða sambal 250 g kjúklingalæri (u.þ.b. þrír bitar úr hverju læri) 50 g sesamfræ 200 ml hotspot teriaki-sósa 50 g ferskur kóríander 150 ml kryddmajónes Marinerið kjúklinginn í um 30 mín. og eldið hann þá í ofni við 250°C í 15-20 mín. Skerið lærin í þrennt, setjið á spjót og hellið sesamfræjum, teriaki og kóríander yfir. Berið fram með kryddmajónesi. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Taco Uppskriftir Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla. Það hentar ekki öllum að hafa sitjandi borðhald og því geta fylgt ýmsir kostir að hafa gesti standandi í fermingarveislum. Þannig spjallar fólk meira saman og hópurinn blandast betur. Veitingarnar geta líka sem best verið sniðnar að þessu fyrirkomulagi, eins og til dæmis þessir dýrindis réttir sem Snorri hjá Vox hefur sett saman og gefur hér uppskriftir að. Arachini-bollurnar eru gómsætar með góðri pastasósu. Arachini-bollur 400 g bygg 500 g kjúklingasoð 100 g rjómi 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 dl hvítvin eða edik 200 g parmesan-ostur 200 g brauðraspur 100 g eggjarauður 100 g hveiti Skolið byggið með köldu vatni. Hitið olíu í potti og steikið byggið þar til það er kominn smá litur á það. Bætið þá fínt söxuðum lauk og hvítlauk við og látið malla með. Hellið ediki eða víni yfir og sjóðið niður. Bætið kjúklingasoði við í litlum skömmtum og látið sjóða niður á milli. Bætið við rjóma og sjóðið þar til byggottóið er orðið þykkt. Bætið fínrifnum parmesan saman við. Kælið byggið niður, gerið svo litlar kúlur og frystið. Þegar á að bera fram kúlurnar er þeim fyrst velt upp úr hveiti, svo eggjarauðu og þar næst brauðraspi og endurtakið tvisvar sinnum. Djúpsteikið síðan á 180°C þar til þær eru gullinbrúnar. Þessar bollur er gott að bera fram með pastasósu. Þessi litlu rækjutakó eru einstaklega handhæg og bragðgóð í veisluna. Mjúkt takó 250 g tígrisrækjur 100 g arabiata tómatsósa 100 g piparrót 100 g rauðlaukur sýrður í blöndu sem er 100 ml vatn, 100 g sykur og 100 ml edik 3 stk. vorlaukur 20 stk. lítil taco brauð 200 g hrásalat Rífið piparrótina út í hrásalatið. Steikið rækjurnar og veltið upp úr tómatsósunni. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hellið ediksleginum yfir, látið bíða 15 mínútur. Skerið vorlaukinn smátt niður og raðið svo öllu saman í takóbrauðin. Kjúklingaspjót Marinering 1 þumall ferskur engifer 200 ml sojasósa 2 geirar hvítlaukur 200 ml sushi-edik 25 g shiracha eða sambal 250 g kjúklingalæri (u.þ.b. þrír bitar úr hverju læri) 50 g sesamfræ 200 ml hotspot teriaki-sósa 50 g ferskur kóríander 150 ml kryddmajónes Marinerið kjúklinginn í um 30 mín. og eldið hann þá í ofni við 250°C í 15-20 mín. Skerið lærin í þrennt, setjið á spjót og hellið sesamfræjum, teriaki og kóríander yfir. Berið fram með kryddmajónesi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Taco Uppskriftir Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira