Ætlar að ná langt í CrossFit Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 15:00 Mæðginin, Rökkvi og Margrét, eru mjög spennt fyrir fermingardeginum sem verður í lok mars. Rökkvi fermist borgaralega. FBL/Ernir Rökkvi Guðnason ákvað að fermast borgaralega eins og eldri systir hans gerði. Hann verður fermdur 31. mars og hlakkar mikið til. Foreldrar Rökkva eru Margrét Benediktsdóttir förðunarfræðingur og Guðni Finnsson tónlistarmaður sem flestir þekkja úr Pollapönkurum. Margrét segir að Rökkvi hafi ekki gert miklar kröfur fyrir fermingardaginn. „Undirbúningurinn er þægilegur, maður gerir þetta smátt og smátt. Frekar létt og þægilegt. Hann er ekki mikill jakkafatamaður svo við völdum einfaldan og sportlegan klæðnað. Í veislunni sem haldin verður heima ætlum við að bjóða upp á smárétti og tertur, jafnvel sushi. Við eigum von á milli 40-50 gestum,“ segir Margrét þegar við forvitnuðumst um væntanlega fermingu. „Rökkvi valdi sjálfur myndina á boðskortið og var með í að skipuleggja veisluna. Annars fannst honum ferming systur sinnar mjög fín og ætlar að hafa þetta svipað,“ segir Margrét og bætir við að Rökkvi hafi gaman af því að prófa alls kyns rétti. „Hins vegar borðar hann ekki sælgæti svo það verður enginn nammibar en í staðinn bjóðum við upp á franskar makkarónur og konfekt.“Rökkvi æfir CrossFit stíft og stefnir langt í þeirri grein. Fyrst ætlar hann þó að fermast borgaralega. FBL/ErnirMargrét segist hafa límt upp myndir af systur Rökkva, Álfrúnu, á fermingardegi hennar. Ég geri það líka fyrir Rökkva ef hann leyfir það,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir veislu og gaman að taka á móti gestum. Ég er minna fyrir að kokka, maðurinn minn er betri í því. Þar sem hann hefur lítinn tíma núna þá finnst okkur ágætt að fá matreiðslumann til aðstoðar,“ segir hún. Rökkvi segist fara í fermingarfræðslu á hverjum mánudegi sem passar honum þó misvel vegna íþróttaæfinga hans. Rökkvi æfir CrossFit og er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í sínum aldursflokki. Hann hefur þó ekkert á móti fermingarfræðslunni, segir hana áhugaverða en hún snúist að mestu um heimspeki. „Það er alltaf gaman í þessum tímum,“ segir hann. „Líf mitt snýst annars um CrossFit sem ég stunda fimm sinnum í viku. Hina dagana fer ég í léttara sport eins og sund,“ segir Rökkvi sem stefnir á að verða heimsmeistari í sinni grein. „Það eru mjög margir unglingar að æfa CrossFit enda er þetta mjög vinsælt sport. Ég var í fótbolta en finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsíþróttum,“ segir Rökkvi og viðurkennir að vera orðinn nokkuð sterkur þegar hann er spurður. „Ég hlakka mikið til fermingardagsins, get ekki neitað því að það er alltaf gaman að fá gjafir. Mér fannst fermingardagur systur minnar mjög skemmtilegur og hlakka til að upplifa þetta sjálfur,“ segir fermingardrengurinn sem stefnir á Verzlunarskóla Íslands eftir tíunda bekk. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilsu, hollu fæði og góðum lífsstíl. Mig langar í einhvers konar heilsutengt nám í framtíðinni.“ CrossFit Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Rökkvi Guðnason ákvað að fermast borgaralega eins og eldri systir hans gerði. Hann verður fermdur 31. mars og hlakkar mikið til. Foreldrar Rökkva eru Margrét Benediktsdóttir förðunarfræðingur og Guðni Finnsson tónlistarmaður sem flestir þekkja úr Pollapönkurum. Margrét segir að Rökkvi hafi ekki gert miklar kröfur fyrir fermingardaginn. „Undirbúningurinn er þægilegur, maður gerir þetta smátt og smátt. Frekar létt og þægilegt. Hann er ekki mikill jakkafatamaður svo við völdum einfaldan og sportlegan klæðnað. Í veislunni sem haldin verður heima ætlum við að bjóða upp á smárétti og tertur, jafnvel sushi. Við eigum von á milli 40-50 gestum,“ segir Margrét þegar við forvitnuðumst um væntanlega fermingu. „Rökkvi valdi sjálfur myndina á boðskortið og var með í að skipuleggja veisluna. Annars fannst honum ferming systur sinnar mjög fín og ætlar að hafa þetta svipað,“ segir Margrét og bætir við að Rökkvi hafi gaman af því að prófa alls kyns rétti. „Hins vegar borðar hann ekki sælgæti svo það verður enginn nammibar en í staðinn bjóðum við upp á franskar makkarónur og konfekt.“Rökkvi æfir CrossFit stíft og stefnir langt í þeirri grein. Fyrst ætlar hann þó að fermast borgaralega. FBL/ErnirMargrét segist hafa límt upp myndir af systur Rökkva, Álfrúnu, á fermingardegi hennar. Ég geri það líka fyrir Rökkva ef hann leyfir það,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir veislu og gaman að taka á móti gestum. Ég er minna fyrir að kokka, maðurinn minn er betri í því. Þar sem hann hefur lítinn tíma núna þá finnst okkur ágætt að fá matreiðslumann til aðstoðar,“ segir hún. Rökkvi segist fara í fermingarfræðslu á hverjum mánudegi sem passar honum þó misvel vegna íþróttaæfinga hans. Rökkvi æfir CrossFit og er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í sínum aldursflokki. Hann hefur þó ekkert á móti fermingarfræðslunni, segir hana áhugaverða en hún snúist að mestu um heimspeki. „Það er alltaf gaman í þessum tímum,“ segir hann. „Líf mitt snýst annars um CrossFit sem ég stunda fimm sinnum í viku. Hina dagana fer ég í léttara sport eins og sund,“ segir Rökkvi sem stefnir á að verða heimsmeistari í sinni grein. „Það eru mjög margir unglingar að æfa CrossFit enda er þetta mjög vinsælt sport. Ég var í fótbolta en finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsíþróttum,“ segir Rökkvi og viðurkennir að vera orðinn nokkuð sterkur þegar hann er spurður. „Ég hlakka mikið til fermingardagsins, get ekki neitað því að það er alltaf gaman að fá gjafir. Mér fannst fermingardagur systur minnar mjög skemmtilegur og hlakka til að upplifa þetta sjálfur,“ segir fermingardrengurinn sem stefnir á Verzlunarskóla Íslands eftir tíunda bekk. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilsu, hollu fæði og góðum lífsstíl. Mig langar í einhvers konar heilsutengt nám í framtíðinni.“
CrossFit Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira