Innlent

Aðstoðuðu á fjórða tug Íslendinga á Fagradal

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitin að störfum.
Björgunarsveitin að störfum. Björgunarsveitin Ársól

Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði hafði í nógu að snúast í gær við að koma ökumönnum úr vandræðum á Fagradal.

Á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar kemur fram að síðastliðna þrjá daga hafi sveitin þurft að „kíkja upp eftir“ og aðstoða ferðalanga sem fest höfðu bíla sína. Þar segir jafnframt að í gær hafi aðeins þurft að aðstoða Íslendinga og voru þeir 32 talsins.Björn Ó Einarsson hjá Ársól sagði í samtali við fréttastofu að ekki þyrfti nema einn bíl sem festist til þess að valda vandræðum. Til að mynda hafi fjórir bílar hafi verið svo illa fastir að ökumenn hafi einfaldlega þurft að skilja bifreiðarnar eftir.

„Málið er það að Vegagerðin hættir þjónustu tíu á kvöldin. Þá þarf bara einn til að stoppa í hálftíma og þá skefur frá honum og hinir eru stopp, þá verða bara svona keðjuáhrif.“

Hann segist ekki gera ráð fyrir því að eins verði í pottinn búið í kvöld þar sem ekki sé úrkoma í kortunum á svæðinu líkt og í gær.

Athygli vekur að engir þeirra sem þurfti að aðstoða í gær voru erlendir ferðamenn, en það segir Björn heyra til tíðinda.

„Já, það var mjög skrýtið því undanfarin ár hafa það yfirleitt verið útlendingar sem hafa verið til vandræða en það voru bara Íslendingar í gær.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.