Menning

Sagan um barnfóstruna Libu sigursæl á Bafta-verðlaunahátíðinni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kvikmyndagerðamaðurinn Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjóri ársins.
Kvikmyndagerðamaðurinn Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjóri ársins. Vísir/getty

Hugarfóstur mexíkanska kvikmyndagerðamannsins Alfonso Cuarón hlaut þrenn verðlaun bresku Bafta-verðlaunahátíðinni sem var haldin með pompi og prakt í Royal Albert Hall í Lundúnum í kvöld.

Roma var bæði valin besta kvikmynd ársins og besta erlenda kvikmynd ársins og þá var Alfonso Cuarón valinn besti kvikmyndaleikstjóri ársins.

Roma, sem heitir í höfuðið á hverfið í Mexíkóborg sem Cuarón ólst upp í, er afar persónuleg því hún byggir á minningum hans úr æsku. Innri tími frásagnarinnar er heilt ár í lífi fjölskyldu hans á fyrri hluta áttunda áratugarins. Kvikmyndin fjallar um áfallið sem dynur á fjölskyldunni þegar faðir hans ákveður einn daginn að yfirgefa þau. Hún hverfist þó aðallega um barnfóstruna Liboriu Rodríguez eða „Libu“ eins og Cuarón kallar hana. Í myndinni er hún kölluð Cleo en leikkonan Yalitza Aparicio fer með aðalhlutverkið.

Kvikmyndin er tileinkuð Lilboriu en hún hóf störf hjá fjölskyldunni þegar Cuarón var aðeins níu mánaða gamall en Liboria var Cuarón sem móðir þegar hann var að alast upp. Hún reyndist honum afar vel en hann gengur jafnvel svo langt að segja að hún hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leggja kvikmyndagerð fyrir sig því hún fór margoft með hann og systkinum hans í kvikmyndahús að sjá hinar ýmsu kvikmyndir.

Alfonso Cuarón ásamt skáldagyðjunni sinni og barnfóstru úr æsku Liboriu Rodríguez. Vísir/getty

Liboria trúði Cuarón fyrir raunum sínum úr æsku þegar hann var ungur. Hún sagði honum frá því hvernig það hefði líf sitt hefði verið sem ung stúlka í fátækt. Henni hafi sífellt verið kalt og hún svöng. Cuarón segist ekki hafa að fullu meðtekið sögur Liboriu því þær hafi verið svo fjarri hans raunveruleika því hann bjó við mikil forréttindi í samanburði við barnfóstruna. Sögur Liboriu voru honum því eins og spennandi ævintýrasögur.

Cuarón segir að það hafi ekki verið fyrr en hann óx úr grasi og þegar hann viðaði að sér upplýsingum fyrir kvikmyndina sem hann gerði sér grein fyrir alvarleika frásagna Liboriu. Þegar skrifaði handritið að myndinni tók hann ótal viðtöl við Liboriu til að öðlast fyllri mynd af henni sem manneskju og Roma er afrakstur þeirra.

Sjálf segir Liboria það vera mikinn heiður að hafa fengið að taka þátt í kvikmynd sem hefur svona mikla þýðingu fyrir áhorfendur.

„Ég er stolt af því að kvikmyndin sé að kalla fram þessi viðbrögð og að hreyfa við fólki. Það er draumur minn að vera friðardúfa sem dreifir boðskapnum. Það er þannig sem mér líður. Mig langar til þess að gera eitthvað fyrir alla í öllum heiminum,“ segir Liboria í viðtali hjá Variety.

H
ér er hægt að sjá lista yfir alla verðlaunahafa kvöldsins.


Tengdar fréttir

Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma

Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.