Innlent

Tveir una dómi í bitcoin-máli

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Hinir ákærðu gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/ERNIR
Hinir ákærðu gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/ERNIR
Ívar Gylfason, fyrrverandi starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjaness í bitcoin-málinu en hann var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir hlutdeild í þjófnaðarbroti með upplýsingagjöf til hinna dómfelldu um gagnaver Advania í Reykjanesbæ.

Kjartan Sveinarsson, sem fékk líka skilorðsbundinn dóm, mun einnig una héraðsdómi. Aðrir dómfelldu, Sindri Þór Stefánsson, bræðurnir Matthías Jón og Pétur Stanislav Karlssynir, Hafþór Logi Hlynsson og Viktor Ingi Jónasson, hafa ákveðið að áfrýja til Landsréttar en þeir fengu allir óskilorðsbundna dóma.

Þyngsta dóminn fékk Sindri Þór, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Það er þyngsti dómur sem fallið hefur á Íslandi fyrir þjófnaðarbrot frá því vandarhögg voru numin úr hegningarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×