Lífið

María Birta komst á botninn

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Birta er að gera góða hluti í leiklistinni og nú í köfun.
María Birta er að gera góða hluti í leiklistinni og nú í köfun. Fréttablaðið/Anton Brink

„Ég náði botninum. Ég er svo crazy glöð að það hálfa væri, mér er búið að takast að snerta botninn á dýpstu sundlaug í heimi á einum andardrætti, heilir 42 metrar,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir í færslu á Facebook og birtir mynd af sér við köfun í leiðinni.

„Ég vil þakka besta fríköfunarkennara í heimi Birgir Skúlason hjá Freedive Iceland fyrir að hafa kennt mér þessa mögnuðu tækni og April Harpa Smaradottir fyrir að hafa komið mér út í þetta sport til að byrja með. Takk Elli Egilsson fyrir þessa fínu mynd.. í kvöld verður sko skálað.“

Hér að neðan má sjá færslu Maríu Birtu en sundlaugin sem um ræðir ber nafnið Y-40 sem er eins og áður segir 42 metra djúp og er staðsett í Montegrotto Terme á Ítalíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.