Sigríður lýsir köfun í dýpstu sundlaug í heimi: Þindin fer í krampa og hjartslátturinn hægist Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2017 14:15 Sigríður er hér lengst til vinstri. „Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
„Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira