Ríkið tapaði aftur í Strassborg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttablaðið/AFP Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira