Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Halldór Benjamín Þorbergsson og Vilhjálmur Birgisson heilsast á fundi hjá ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira