Niðurgreiðslur til almenningssamgangna auknar með samþættingu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Niðurgreiðsla ríkisins á almenningssamgöngum mun aukast með samþættingu þeirra á næstu árum í viðleitni til að auka þær og draga úr loftmengun. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp skiptistöðvar víðs vegar um landið. Samgönguráðherra kynnti grunn að heildarstefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur í dag sem finna má á samráðsgáttinni. Starfshópur leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild. Boðið verði upp á eitt leiðakerfi fyrir allt landið til að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um landið.„Þannig að þú getir á einum stað getir keypt þér miða hvort sem þú ert að fara í flug eða í strætó til að komast á milli staða innan Íslands. Eða jafnvel ferjur,” segir Sigurður Ingi. Töluverður fjöldi fólks ferðast með almenningsfarartækjum ýmiss konar í dag en áætlanir þeirra eru ekki endilega samstilltar. Þegar hafi verið ákveðið að auka niðurgreiðslur í flugi og þær verði auknar á öðrum sviðum einnig. Til að byggja upp samþætt kerfi þyrfti að byggja upp skiptistöðvar á helstu stöðum og öðrum minni innan tiltekinna landsvæða, jafnvel í samstarfi við einkaaðila. „Þannig að þar eru bæði sóknarfæri fyrir landshlutasamtökin eða aðra þá sem hugsanlega myndu reka þetta kerfi. Til að takast á við að byggja upp og það verða meiri fjármunir í þessu en við höfum séð á undanförnum árum. Borgarlínan, rímar hún vel við þessa hugmyndafræði? Hún rímar algerlega við þessa hugmyndafræði,” segir samgönguráðherra. Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Niðurgreiðsla ríkisins á almenningssamgöngum mun aukast með samþættingu þeirra á næstu árum í viðleitni til að auka þær og draga úr loftmengun. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp skiptistöðvar víðs vegar um landið. Samgönguráðherra kynnti grunn að heildarstefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur í dag sem finna má á samráðsgáttinni. Starfshópur leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild. Boðið verði upp á eitt leiðakerfi fyrir allt landið til að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um landið.„Þannig að þú getir á einum stað getir keypt þér miða hvort sem þú ert að fara í flug eða í strætó til að komast á milli staða innan Íslands. Eða jafnvel ferjur,” segir Sigurður Ingi. Töluverður fjöldi fólks ferðast með almenningsfarartækjum ýmiss konar í dag en áætlanir þeirra eru ekki endilega samstilltar. Þegar hafi verið ákveðið að auka niðurgreiðslur í flugi og þær verði auknar á öðrum sviðum einnig. Til að byggja upp samþætt kerfi þyrfti að byggja upp skiptistöðvar á helstu stöðum og öðrum minni innan tiltekinna landsvæða, jafnvel í samstarfi við einkaaðila. „Þannig að þar eru bæði sóknarfæri fyrir landshlutasamtökin eða aðra þá sem hugsanlega myndu reka þetta kerfi. Til að takast á við að byggja upp og það verða meiri fjármunir í þessu en við höfum séð á undanförnum árum. Borgarlínan, rímar hún vel við þessa hugmyndafræði? Hún rímar algerlega við þessa hugmyndafræði,” segir samgönguráðherra.
Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira