Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Hjá sáttasemjara er allt í trúnaðarlás og kjaraviðræður í ákveðnum hnút. Herma heimildir að ágætt tilboð SA dugi þó skammt eitt og sér. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira