Friðrik Ómar kippir sér lítt upp við umræðu um meintan lagastuld Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 18. febrúar 2019 11:30 Skeggrætt um líkindi lags Friðriks Ómars Hvað ef ég get ekki elskað og Love on the Brain með Ríhönnu. Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019 Eurovision Tónlist Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019
Eurovision Tónlist Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira