Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 15:33 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kvika banki ekki við því hyggst VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vakti athygli á málinu fyrr í mánuðinum. Þar greindi hann frá því að hann hefði fengið sent afrit af tölvupóstum sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum um mánaðamótin. Í póstunum hafi leigjendunum verið boðinn „nýr“ leigusamningur þar sem leigan hækkaði um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur milli ára. Í framhaldinu hvatti Ragnar Þór leigjendur til að senda félaginu afrit af tölvupóstsamskiptum við leigusala „sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er“. Í dag var svo birt bréf á vef VR sem stílað er á stjórnendur Kviku banka. Bankinn er eigandi sjóðstýringafélagsins GAMMA og þar með Almenna leigufélagsins. Í bréfinu segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína. Þar sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum jafnframt settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls“. Til þessa fái leigjendur fjögurra daga umhugsunarfrest, að því er segir í bréfi VR. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu. Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“Frestur til að láta af „grimmdarverkum“ Stjórn VR segist ekki ætla að sætta sig við þessi vinnubrögð Almenna leigufélagsins. Því hafi félagið ákveðið að veita Kviku banka fjögurra daga frest til að endurskoða stefnu sína, ellegar muni VR taka allt sitt fé, 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. „Við kjósum að láta ekki bendla okkur við aðila sem beita slíkum meðulum og höfum tekið þá ákvörðun að veita Kviku banka fjögurra daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta þessum grimmdarverkum og koma því þannig fyrir að leiga félagsins hækki ekki umfram verðlag og að leigjendum verði tryggt húsnæðisöryggi. Hafi það ekki verið gert innan fjögra daga mun VR taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka sem er um 4,2 milljarðar króna.“Hér að neðan má sjá dæmi um tölvupóst sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum. Pósturinn var birtur í bréfi VR.„Góðan dag, Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“Uppfært klukkan 16:58Í fyrri útgáfu stóð að Kvika væri eigandi Almenna leigufélagsins. Kaupin eru enn á borði Samkeppniseftirlitsins. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kvika banki ekki við því hyggst VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vakti athygli á málinu fyrr í mánuðinum. Þar greindi hann frá því að hann hefði fengið sent afrit af tölvupóstum sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum um mánaðamótin. Í póstunum hafi leigjendunum verið boðinn „nýr“ leigusamningur þar sem leigan hækkaði um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur milli ára. Í framhaldinu hvatti Ragnar Þór leigjendur til að senda félaginu afrit af tölvupóstsamskiptum við leigusala „sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er“. Í dag var svo birt bréf á vef VR sem stílað er á stjórnendur Kviku banka. Bankinn er eigandi sjóðstýringafélagsins GAMMA og þar með Almenna leigufélagsins. Í bréfinu segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína. Þar sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum jafnframt settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls“. Til þessa fái leigjendur fjögurra daga umhugsunarfrest, að því er segir í bréfi VR. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu. Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“Frestur til að láta af „grimmdarverkum“ Stjórn VR segist ekki ætla að sætta sig við þessi vinnubrögð Almenna leigufélagsins. Því hafi félagið ákveðið að veita Kviku banka fjögurra daga frest til að endurskoða stefnu sína, ellegar muni VR taka allt sitt fé, 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. „Við kjósum að láta ekki bendla okkur við aðila sem beita slíkum meðulum og höfum tekið þá ákvörðun að veita Kviku banka fjögurra daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta þessum grimmdarverkum og koma því þannig fyrir að leiga félagsins hækki ekki umfram verðlag og að leigjendum verði tryggt húsnæðisöryggi. Hafi það ekki verið gert innan fjögra daga mun VR taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka sem er um 4,2 milljarðar króna.“Hér að neðan má sjá dæmi um tölvupóst sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum. Pósturinn var birtur í bréfi VR.„Góðan dag, Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“Uppfært klukkan 16:58Í fyrri útgáfu stóð að Kvika væri eigandi Almenna leigufélagsins. Kaupin eru enn á borði Samkeppniseftirlitsins.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21