Segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 19:45 Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira