Innlent

Forskoða ferðamenn

Ari Brynjólfsson skrifar
Úr Leifsstöð.
Úr Leifsstöð.

Ferðamenn á leið til Íslands utan Schengen-svæðisins munu þurfa að fylla út sérstakt eyðublað áður en þeir koma til landsins, svokallaða ETIAS-forskráningu.



Fram kemur í skýrslu dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið að fyrirhugað sé að gangsetja ETIAS árið 2022 og að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra muni eiga sæti í ráðgjafanefnd á vettvangi framkvæmdastjórnar ESB.



Forskráningin á aðeins við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Kerfið felur í sér einskonar forskoðun ferðamanna, skoðun sem fer fram áður en þeir koma á ytri landamæri Schengen.



Segir í skýrslunni að með slíkri forskoðun sé bæði greitt fyrir landamæraeftirliti auk þess sem forskoðunin takmarki líkur á því að ferðamaður sæti frávísun á landamærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×