Nýja sjúkrahótelið hefur kostað 2,3 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Stefán Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00
Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15