Mosfelli á Hellu lokað eftir 54 ára starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2019 20:30 Einar og Hjördís sem hafa staðið vaktina saman í Mosfelli á Hellu í fimmtíu og fjögur ár. Magnús Hlynur Versluninni Mosfelli á Hellu verður lokað á næstu dögum en eigandinn sem er komin á níræðis aldur hefur rekið hana í fimmtíu og fjögur ár. Starfsstúlka verslunarinnar hefur einnig unnið í versluninni í öll þessi ár. Verslunin Mosfell er til húsa við Rangárbakka 7 á Hellu. Þar hefur verið selt fjölbreytt úrval af vörum, ekki síst gjafavörum en nú eru hillurnar smátt og smátt að tæmast á útsölu því Einar Kristinsson, kaupmaður ætlar að skella í lás á næstu dögum og loka versluninni fyrir fullt og allt eftir 54 ára starfsemi En hverjir hafa verið helstu viðskiptavinir Mosfells í gegnum árin? „Það eru bara Rangæingar í heild í gegnum tíðina. Við erum ekki með neitt fyrir ferðamenn en þeir rekast náttúrulega hérna inn en það er takmarkað hvað þeir kaupa“, segir Einar Kristinsson, kaupmaður og eigandi Mosfells um leið og hann bætir því við að það sé eins og hann hafi byrjað í gær þrátt fyrir árin fimmtíu og fjögur. En hefur verslunin breyst mikið á þessum 54 árum? „Nei, nei, ekki þannig sem hægt er að tala um. Þetta náttúrulega þarf að breytast en það hefur ekki gert það og þess vegna erum við kannski að hætta, það þarf að koma inn með eitthvað fyrir ferðamennina og einhverjar nýjungar, vera sýnilegur á netinu, við erum bara eins og þegar við byrjuðum fyrir fimmtíu og fjórum árum, höfum engu breytt, við kunnum varla að opna tölvu“, segir Einar.Mosfell er með rýmingarsölu þessa dagana áður en skellt verður í lás.Magnús HlynurEngin starfsmannavelta hefur verið hjá Einar í öll þessi ár því Hjördís Guðnadóttir hefur verið vakin og sofin yfir versluninni með Einari því hún hefur starfað með honum í öll þessi fimmtíu og fjögur ár. Unnur segir að ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar megi m.a. rekja til þess að fólk er ekki nógu duglegt að versla í heimabyggð enda vilji engin kaupa Mosfell þrátt fyrir að verslunin hafi verið auglýst til sölu. „Mér finnst að fólk fari annað og kaupi, ekki á staðnum. Það er bara alveg ómögulegt, fólk er ekki að versla í heimabyggð, sem er ekki gott“, segir Hjördís Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Versluninni Mosfelli á Hellu verður lokað á næstu dögum en eigandinn sem er komin á níræðis aldur hefur rekið hana í fimmtíu og fjögur ár. Starfsstúlka verslunarinnar hefur einnig unnið í versluninni í öll þessi ár. Verslunin Mosfell er til húsa við Rangárbakka 7 á Hellu. Þar hefur verið selt fjölbreytt úrval af vörum, ekki síst gjafavörum en nú eru hillurnar smátt og smátt að tæmast á útsölu því Einar Kristinsson, kaupmaður ætlar að skella í lás á næstu dögum og loka versluninni fyrir fullt og allt eftir 54 ára starfsemi En hverjir hafa verið helstu viðskiptavinir Mosfells í gegnum árin? „Það eru bara Rangæingar í heild í gegnum tíðina. Við erum ekki með neitt fyrir ferðamenn en þeir rekast náttúrulega hérna inn en það er takmarkað hvað þeir kaupa“, segir Einar Kristinsson, kaupmaður og eigandi Mosfells um leið og hann bætir því við að það sé eins og hann hafi byrjað í gær þrátt fyrir árin fimmtíu og fjögur. En hefur verslunin breyst mikið á þessum 54 árum? „Nei, nei, ekki þannig sem hægt er að tala um. Þetta náttúrulega þarf að breytast en það hefur ekki gert það og þess vegna erum við kannski að hætta, það þarf að koma inn með eitthvað fyrir ferðamennina og einhverjar nýjungar, vera sýnilegur á netinu, við erum bara eins og þegar við byrjuðum fyrir fimmtíu og fjórum árum, höfum engu breytt, við kunnum varla að opna tölvu“, segir Einar.Mosfell er með rýmingarsölu þessa dagana áður en skellt verður í lás.Magnús HlynurEngin starfsmannavelta hefur verið hjá Einar í öll þessi ár því Hjördís Guðnadóttir hefur verið vakin og sofin yfir versluninni með Einari því hún hefur starfað með honum í öll þessi fimmtíu og fjögur ár. Unnur segir að ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar megi m.a. rekja til þess að fólk er ekki nógu duglegt að versla í heimabyggð enda vilji engin kaupa Mosfell þrátt fyrir að verslunin hafi verið auglýst til sölu. „Mér finnst að fólk fari annað og kaupi, ekki á staðnum. Það er bara alveg ómögulegt, fólk er ekki að versla í heimabyggð, sem er ekki gott“, segir Hjördís
Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira