Hvetja íslenska nema til að halda sig við fyrirætlanir þrátt fyrir Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 19:30 Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira