Innlent

Uppstokkun í stjórnsýslunni

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fréttablaðið/Anton
Borgar­ráð sam­þykkti í gær að leggja niður skrif­stofu eigna- og at­vinnu­þróunar (SEA) eftir að hún fékk út­reið í skýrslu um fram­kvæmdirnar við Naut­hóls­veg 100, endurbætur á bragganum margumtalaða.Samþykktar voru fleiri breytingar sem taka gildi 1. júní en vinnan að þeim var leidd af for­manni borgar­ráðs, Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur.„Þarna erum við enn ­fremur að skýra á­byrgð og að stjórn­sýslan sé gegn­sæ með það að mark­miði að bæta þjónustu við borgar­búa og tryggja skil­virkari stjórn­sýslu, sem mun gagnast okkur öllum,“ segir Þór­dís Lóa.Tíu aðrar breytingar voru kynntar í gær, en meðal þeirra er að leggja niður fjár­mála­skrif­stofu og skrif­stofu þjónustu og reksturs.Til verða þrjú ný kjarna­svið, svið þjónustu og ný­sköpunar, svið mann­auðs og starfs­um­hverfis og svið fjár­mála og á­hættu­stýringar. Þá fær inn­kaupa­ráð aukið hlut­verk auk þess sem starf reglu­varðar Reykja­víkur­borgar verður eflt. Með þessum breytingum er lögð á­hersla á vandaða, skil­virka fram­kvæmd og á­kvarðana­töku.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.