„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Björk Eiðsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 07:15 Sýningin sló strax í gegn og stundum mætti fólk allt að tveimur tímum áður en húsið var opnað, fjórum tímum fyrir sýningu, til að tryggja sér bestu sætin. Því var ákveðið að færa hana á Stóra sviðið. Grímur Bjarnason Aldrei hefur neitt verk verið sýnt jafn oft í Borgarleikhúsinu en það er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Ellyjar og hefur í kvöld gert í 200 skipti. Katrín var fremur óþekkt þegar hún tók við hlutverkinu en nú hafa 95 þúsund manns séð hana á sviði svo það er varla raunin enn í dag. Katrín segist ekki hafa grunað hversu vinsæl sýningin yrði. „Ég vissi bara að fyrst ég sagði já við því að leika Elly þá þyrfti ég líka að gera það vel. Sýningin hefur þróast heilmikið á þessum tveimur árum þar sem Gísli Örn leikstjóri hefur fylgt henni vel eftir og við erum í rauninni enn að dunda okkur við að gera hana betri, það er ómetanlegt að fá að þróa sýningu í tvö ár samfleytt. Hlutverkið mitt og ég sjálf persónulega höfum þroskast mikið saman. Ég var svo ung og með litla reynslu þegar ég byrjaði að leika hana, en nú eru fleiri litir og dýpt og reynsla komin með manni á sviðið.“„Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Katrín viðurkennir að auðvitað geti ekki allt gengið snurðulaust fyrir sig í svo mörgum sýningum og segir ýmislegt hafa gengið á. „Eftirminnilegast er samt þegar Björgvin Franz gleymdi sýningu. Hann er vanalega mættur snemma, eða um klukkan 18 eins og ég, og fyrst héldum við að hann væri seinn en þegar hann var ekki mættur klukkan 19.30 fórum við að hringja á fullu í hann og enginn svaraði. Þá hafði hann verið á fundi úti í bæ og akkúrat með símann á silent. Berglind konan hans náði loksins að rekja hvert hann fór og rauk inn á fundinn kl. 19.45 og kallaði á hann: „Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Hann braut allar umferðarreglur á leiðinni upp í leikhús og var mættur 19.55 í hús og rauk í búning og inn á svið í fyrstu innkomu! Þetta var mikið stress en það rétt slapp.“Mótleikari Katrínar, Björgvin Franz, gleymdi eitt sinn sýningu sem skapaði örlítið stress í hópnum en allt fór þó vel á endanum.Grímur BjarnasonUpphaflega var sýningin á Litla sviði Borgarleikhússins en var svo færð á Stóra sviðið og segir Katrín það alls ekki hafa verið slæma breytingu. „Það var æðislegt að vera á litla sviðinu og upplifa klúbbastemninguna eins og hún var á þeim tíma sem Elly var að koma fram, það var mikil nánd við áhorfendur og ég var hrædd um að missa hana. En eftir að sýningin fór á Stóra sviðið sprakk hún út og stækkaði um mörg númer. Það vantar ekkert upp á nándina, það er allt til staðar og það er yndislegt að sýna hana á Stóra sviðinu fyrir allan þennan fjölda hvert kvöld.“„Sýningin á mig alla“ Elly hefur eðli málsins samkvæmt verið stór hluti af lífi Katrínar undanfarin tvö ár enda sýningar fjölmörg kvöld í viku hverri. „Líf mitt hefur snúist um þessa sýningu. Þó ég hafi ekki hitt hana þá finnst mér ég þekkja hana vel og hún er pottþétt þarna einhvers staðar með mér á sviðinu. Sýningin er þannig að hún á mig alla. Ég hef þurft að setja fjölmörg önnur verkefni á hakann. Á meðan ég er að sýna hana hefur hún algjöran forgang hjá mér og ég hef þurft að reikna út hverja viku eftir því hvernig sýningar eru – hvað ég gæti tekið að mér annað að gera meðfram, því röddin þarf alltaf að vera góð. Á sýningarhelgum er ég ekki að mæta mikið í afmæli og veislur seint á kvöldin þar sem ég þyrfti að beita röddinni, og þá yrði ég þreytt daginn eftir. Ég reyni að sofa mikið og hvílast og forðast pestir eins og heitan eldinn. Þetta hefur allt reynst mér vel því við höfum aldrei þurft að fella niður sýningu.“ Snertir sterka taug í þjóðinni Katrín segist mikið spurð út í sýninguna og segir gaman að heyra upplifun fólks. „Elly snertir svo sterka taug í þjóðinni og það er bara heiður að fá að leika þessa mögnuðu konu og syngja lögin hennar. Virkilega gaman að fólk sé ánægt. Ég er líka iðulega spurð að því hvort hún sé ekki örugglega amma mín!“ Eftir tveggja ára törn lýkur sýningum nú í mars og viðurkennir Katrín að því fylgi blendnar tilfinningar að skilja við sýninguna. „En ég hef það nú á tilfinningunni að ég muni aldrei almennilega kveðja Elly, hún verður alltaf með mér á einhvern hátt, nú tengjumst við svo sterkum böndum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Aldrei hefur neitt verk verið sýnt jafn oft í Borgarleikhúsinu en það er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Ellyjar og hefur í kvöld gert í 200 skipti. Katrín var fremur óþekkt þegar hún tók við hlutverkinu en nú hafa 95 þúsund manns séð hana á sviði svo það er varla raunin enn í dag. Katrín segist ekki hafa grunað hversu vinsæl sýningin yrði. „Ég vissi bara að fyrst ég sagði já við því að leika Elly þá þyrfti ég líka að gera það vel. Sýningin hefur þróast heilmikið á þessum tveimur árum þar sem Gísli Örn leikstjóri hefur fylgt henni vel eftir og við erum í rauninni enn að dunda okkur við að gera hana betri, það er ómetanlegt að fá að þróa sýningu í tvö ár samfleytt. Hlutverkið mitt og ég sjálf persónulega höfum þroskast mikið saman. Ég var svo ung og með litla reynslu þegar ég byrjaði að leika hana, en nú eru fleiri litir og dýpt og reynsla komin með manni á sviðið.“„Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Katrín viðurkennir að auðvitað geti ekki allt gengið snurðulaust fyrir sig í svo mörgum sýningum og segir ýmislegt hafa gengið á. „Eftirminnilegast er samt þegar Björgvin Franz gleymdi sýningu. Hann er vanalega mættur snemma, eða um klukkan 18 eins og ég, og fyrst héldum við að hann væri seinn en þegar hann var ekki mættur klukkan 19.30 fórum við að hringja á fullu í hann og enginn svaraði. Þá hafði hann verið á fundi úti í bæ og akkúrat með símann á silent. Berglind konan hans náði loksins að rekja hvert hann fór og rauk inn á fundinn kl. 19.45 og kallaði á hann: „Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Hann braut allar umferðarreglur á leiðinni upp í leikhús og var mættur 19.55 í hús og rauk í búning og inn á svið í fyrstu innkomu! Þetta var mikið stress en það rétt slapp.“Mótleikari Katrínar, Björgvin Franz, gleymdi eitt sinn sýningu sem skapaði örlítið stress í hópnum en allt fór þó vel á endanum.Grímur BjarnasonUpphaflega var sýningin á Litla sviði Borgarleikhússins en var svo færð á Stóra sviðið og segir Katrín það alls ekki hafa verið slæma breytingu. „Það var æðislegt að vera á litla sviðinu og upplifa klúbbastemninguna eins og hún var á þeim tíma sem Elly var að koma fram, það var mikil nánd við áhorfendur og ég var hrædd um að missa hana. En eftir að sýningin fór á Stóra sviðið sprakk hún út og stækkaði um mörg númer. Það vantar ekkert upp á nándina, það er allt til staðar og það er yndislegt að sýna hana á Stóra sviðinu fyrir allan þennan fjölda hvert kvöld.“„Sýningin á mig alla“ Elly hefur eðli málsins samkvæmt verið stór hluti af lífi Katrínar undanfarin tvö ár enda sýningar fjölmörg kvöld í viku hverri. „Líf mitt hefur snúist um þessa sýningu. Þó ég hafi ekki hitt hana þá finnst mér ég þekkja hana vel og hún er pottþétt þarna einhvers staðar með mér á sviðinu. Sýningin er þannig að hún á mig alla. Ég hef þurft að setja fjölmörg önnur verkefni á hakann. Á meðan ég er að sýna hana hefur hún algjöran forgang hjá mér og ég hef þurft að reikna út hverja viku eftir því hvernig sýningar eru – hvað ég gæti tekið að mér annað að gera meðfram, því röddin þarf alltaf að vera góð. Á sýningarhelgum er ég ekki að mæta mikið í afmæli og veislur seint á kvöldin þar sem ég þyrfti að beita röddinni, og þá yrði ég þreytt daginn eftir. Ég reyni að sofa mikið og hvílast og forðast pestir eins og heitan eldinn. Þetta hefur allt reynst mér vel því við höfum aldrei þurft að fella niður sýningu.“ Snertir sterka taug í þjóðinni Katrín segist mikið spurð út í sýninguna og segir gaman að heyra upplifun fólks. „Elly snertir svo sterka taug í þjóðinni og það er bara heiður að fá að leika þessa mögnuðu konu og syngja lögin hennar. Virkilega gaman að fólk sé ánægt. Ég er líka iðulega spurð að því hvort hún sé ekki örugglega amma mín!“ Eftir tveggja ára törn lýkur sýningum nú í mars og viðurkennir Katrín að því fylgi blendnar tilfinningar að skilja við sýninguna. „En ég hef það nú á tilfinningunni að ég muni aldrei almennilega kveðja Elly, hún verður alltaf með mér á einhvern hátt, nú tengjumst við svo sterkum böndum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið