Innlent

Ný vegabréf fara í umferð eftir helgi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Ný vegabréf verða gefin út hjá Þjóðskrá Íslands á morgun. Nýja útgáfan hefur verið í undirbúningi síðustu fjögur ár en stofnkostnaður við breytingarnar nemur um tvö hundruð milljónum. Eldri vegabréf munu halda gildistíma sínum en helstu breytingarnar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en þá var útliti einnig breytt sem sést helst í landslagsmyndum úr öllum landshlutum á hverri opnu auk þess sem heiðlóan er áberandi. Kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf.

Júlía Þórhalldsóttir, settur sviðsstjóri ÞjóðskrársviðsVísir/Stöð 2
„Nýju vegabréfin fara í umferð á þriðjudaginn. það er bara tveggja daga afhendingarfrestur á vegabréfunum sem er ótrúlega vel gert af okkar starfsfólki. Við erum búin að bæta alla okkar ferla frá síðastliðnu ári, frá síðasta sumri, voru fjórtán dagar  en eru nú bara tveir þannig að ef þú sækir um í fyrramálið þá færðu afhent vegabréfið þitt á þriðjudaginn,“ segir Júlía Þórhallsdóttir, settur sviðsstjóri þjóðskrársviðs í samtali við fréttastofu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×