Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 12:22 Þorgerður Katrín vill að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi beri aukna ábyrgð. Vísir Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.Besta fiskveiðiþjóð í heimi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.Besta fiskveiðiþjóð í heimi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira