Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2019 09:40 Viðar Víkingsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í Opinberun Hannesar. „Ég sé ekki betur en að Blöndalsmálverkið sem nú veldur svo miklu fjaðrafoki hafi hangið uppi á vegg í þessu atriði í mynd minni Opinberun Hannesar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Svo virðist sem listmálarinn Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) sé heldur betur kominn á dagskrá eftir að stjórnendur Seðlabankans gripu til þess ráðs að taka tvö verk eftir hann niður af veggjum sínum. Jafnréttisstofa hafði verið kölluð til vegna kvörtunar um að málverk Blöndals af berbrjósta konu ylli ónefndum starfsmönnum vanlíðan, eða eins og Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri orðaði það í samtali við Vísi: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig.“Egill furðar sig á tepruskapMörgum hefur komið þetta spánskt fyrir sjónir því Gunnlaugur Blöndal hefur lengi verið eftirlæti borgarastéttarinnar eftir að Ragnar í Smára lét endurprenta valin verk, meðal annars eftir Gunnlaug Blöndal og fóru þau inn á fjölmörg íslensk heimili. „Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?“ spyr Egill Helgason í pistli þar sem hann fjallar um þennan anga listasögunnar.Hrafn segir að í Opinberun Hannesar valdi málverkið miðaldra karlkyns starfsmanni stofnunar hugarangri þegar hann hittir konu, nýjan yfirmann sinn.VísirEkki er vitað hvaða verk Blöndals þetta eru en Seðlabankinn á 320 verk eftir nokkra af meisturum íslenskrar listasögu, þar af sex eftir Gunnlaug. Seðlabankinn hefur ekki viljað opinbera verkin en til stendur að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Líklegt verður að telja að um sé að ræða þetta tiltekna verk sem sjá má hér. Grétar Þór Sigurðsson Háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Blöndalsmyndin komin í óvænt samhengi Hrafn, sem seint verður sakaður um tepruskap, kannaðist við verkið og rifjaðist þá upp fyrir honum að það er í nokkru hlutverki í hinni umdeildu mynd hans Opinberun Hannesar, sem Hrafn reyndar lítur á sem eina af sínum allra bestu myndum: „Í því hittir miðaldra starfsmaður Eftirlitsstofnunar nýjan yfirmann sinn. Málverkið á veggnum veldur honum nokkru hugarangri. Sem betur hefur fólk nú fengið skilning á því að list sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra,“ segir Hrafn og erfitt að átta sig á því hvort hann er að fíflast eða ekki. En, hann bendir vinum sínum á Facebook á að atriðið í heild megi sjá á YouTube: það byrjar á 15:36. Þessi miðaldra starfsmaður er karlkyns en yfirmaðurinn er kona, en í listrænum meðförum Hrafns þá undirstrikar myndin yfirburðarstöðu konunnar. Sem vissulega er, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur geisað, óvæntur vinkill. Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
„Ég sé ekki betur en að Blöndalsmálverkið sem nú veldur svo miklu fjaðrafoki hafi hangið uppi á vegg í þessu atriði í mynd minni Opinberun Hannesar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Svo virðist sem listmálarinn Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) sé heldur betur kominn á dagskrá eftir að stjórnendur Seðlabankans gripu til þess ráðs að taka tvö verk eftir hann niður af veggjum sínum. Jafnréttisstofa hafði verið kölluð til vegna kvörtunar um að málverk Blöndals af berbrjósta konu ylli ónefndum starfsmönnum vanlíðan, eða eins og Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri orðaði það í samtali við Vísi: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig.“Egill furðar sig á tepruskapMörgum hefur komið þetta spánskt fyrir sjónir því Gunnlaugur Blöndal hefur lengi verið eftirlæti borgarastéttarinnar eftir að Ragnar í Smára lét endurprenta valin verk, meðal annars eftir Gunnlaug Blöndal og fóru þau inn á fjölmörg íslensk heimili. „Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?“ spyr Egill Helgason í pistli þar sem hann fjallar um þennan anga listasögunnar.Hrafn segir að í Opinberun Hannesar valdi málverkið miðaldra karlkyns starfsmanni stofnunar hugarangri þegar hann hittir konu, nýjan yfirmann sinn.VísirEkki er vitað hvaða verk Blöndals þetta eru en Seðlabankinn á 320 verk eftir nokkra af meisturum íslenskrar listasögu, þar af sex eftir Gunnlaug. Seðlabankinn hefur ekki viljað opinbera verkin en til stendur að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Líklegt verður að telja að um sé að ræða þetta tiltekna verk sem sjá má hér. Grétar Þór Sigurðsson Háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Blöndalsmyndin komin í óvænt samhengi Hrafn, sem seint verður sakaður um tepruskap, kannaðist við verkið og rifjaðist þá upp fyrir honum að það er í nokkru hlutverki í hinni umdeildu mynd hans Opinberun Hannesar, sem Hrafn reyndar lítur á sem eina af sínum allra bestu myndum: „Í því hittir miðaldra starfsmaður Eftirlitsstofnunar nýjan yfirmann sinn. Málverkið á veggnum veldur honum nokkru hugarangri. Sem betur hefur fólk nú fengið skilning á því að list sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra,“ segir Hrafn og erfitt að átta sig á því hvort hann er að fíflast eða ekki. En, hann bendir vinum sínum á Facebook á að atriðið í heild megi sjá á YouTube: það byrjar á 15:36. Þessi miðaldra starfsmaður er karlkyns en yfirmaðurinn er kona, en í listrænum meðförum Hrafns þá undirstrikar myndin yfirburðarstöðu konunnar. Sem vissulega er, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur geisað, óvæntur vinkill.
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42