Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 22:40 Aðstæður við leitina voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs. Kristinn Ólafsson Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01