Glowie segist hafa verið uppnefnd fyrir að vera „of grönn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 13:35 Söngkonan Glowie hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. fréttablaðið/Hanna Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera „of grönn.“ Frá þessu segir hún í viðtali við BBC og kveðst hafa velt því mikið fyrir sér þegar hún var í skóla hvernig hún þyrfti að líta út til þess að vera falleg. Þannig hafi hún alltaf viljað bæta á sig kílóum á meðan að samnemendur hafi talið að þeir þyrftu að grenna sig til þess að líta vel út. Glowie segist núna vilja stuðla að jákvæðri líkamsímynd með lagi sínu „Body“ sem kom út í nóvember í fyrra. „Af því að flestar stelpurnar vildu vera grannar þá fannst mér þetta mjög flókið. Ég hugsaði með mér að ég vissi að væri grönn en mig langaði ekki til þess að vera grönn,“ segir Glowie í viðtali við BBC. Hún segir að í stað þess að ræða við fjölskyldu sína um málið þá hafi hún öðlast sjálfstraust með því að verja tíma með sjálfri sér. Þá segir Glowie að hún hafi alltaf viljað gefa fólki jákvæð og hjálpleg skilaboð og stuðla þannig að betri líðan þess. Lagið „Body“ er eftir Juliu Michaels sem hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber og Britney Spears. Þegar Glowie heyrði fyrst textann við lagið, sem virðist vísa í líkama annarrar manneskju, þá ákvað hún að breyta merkingu textans. „Ég er ekki þannig að ég vilji syngja um það hvernig ég laðast að annarri manneskju. Mig langaði að breyta því einhvern veginn, láta það vera um jákvæða líkamsímynd og segja við sjálfa mig „Ég er líkami,““ segir Glowie. Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera „of grönn.“ Frá þessu segir hún í viðtali við BBC og kveðst hafa velt því mikið fyrir sér þegar hún var í skóla hvernig hún þyrfti að líta út til þess að vera falleg. Þannig hafi hún alltaf viljað bæta á sig kílóum á meðan að samnemendur hafi talið að þeir þyrftu að grenna sig til þess að líta vel út. Glowie segist núna vilja stuðla að jákvæðri líkamsímynd með lagi sínu „Body“ sem kom út í nóvember í fyrra. „Af því að flestar stelpurnar vildu vera grannar þá fannst mér þetta mjög flókið. Ég hugsaði með mér að ég vissi að væri grönn en mig langaði ekki til þess að vera grönn,“ segir Glowie í viðtali við BBC. Hún segir að í stað þess að ræða við fjölskyldu sína um málið þá hafi hún öðlast sjálfstraust með því að verja tíma með sjálfri sér. Þá segir Glowie að hún hafi alltaf viljað gefa fólki jákvæð og hjálpleg skilaboð og stuðla þannig að betri líðan þess. Lagið „Body“ er eftir Juliu Michaels sem hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber og Britney Spears. Þegar Glowie heyrði fyrst textann við lagið, sem virðist vísa í líkama annarrar manneskju, þá ákvað hún að breyta merkingu textans. „Ég er ekki þannig að ég vilji syngja um það hvernig ég laðast að annarri manneskju. Mig langaði að breyta því einhvern veginn, láta það vera um jákvæða líkamsímynd og segja við sjálfa mig „Ég er líkami,““ segir Glowie.
Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira