Ekkert flugslys varð í fyrra í fyrsta skipti í nærri hálfa öld Sveinn Arnarsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flugvél kemur til lendingar. Síðasta ár var fyrsta árið síðan 1969 sem ekkert flugslys var skráð. Fréttablaðið/Anton Brink Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels