Sport

Mætti með bikarinn, meistarahring og stafla af peningum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Payton með bikarinn eftirsótta fyrir níu árum síðan.
Payton með bikarinn eftirsótta fyrir níu árum síðan. vísir/getty

Sean Payton, þjálfari NFL-liðsins New Orleans Saints, fór óhefðbundna leið til þess að koma sínum mönnum í gírinn fyrir leik liðsins um helgina. Þá tekur Saints á móti meisturum Philadelphia Eagles í átta liða úrslitum deildarinnar.

Payton mætti á liðsfund ásamt þremur vopnuðum vörðum. Sjálfur var hann vopnaður sjálfum Vince Lombardi-bikarnum, NFL-meistarahring og 200 þúsund dollurum í seðlum.

Leikmenn Saints munu fá 201 þúsund dollara, 24 milljónir króna, ef þeir fara alla leið og vinna Super Bowl-leikinn. Payton vildu að leikmenn sæu fyrir sér hvað væri undir og myndu dreyma að komast alla leið.

„Menn eru að fá góðan pening hérna en það er ekki á hverjum degi sem þú sérð 200 þúsund dollara í peningum á borðinu. Það var mjög freistandi að sjá,“ sagði Mark Ingram, hlaupari Saints.

Saints varð meistari leiktíðina 2009 og þá beitti Payton sömu aðferð. Þá fengu reyndar aðeins þrír leikmenn að sjá en núna notar hann þetta á allan hópinn.

Allir leikir helgarinnar í NFL-deildinni verða í beinni á Stöð 2 Sport.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.