Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2019 19:30 Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Kjaramál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag.
Kjaramál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira