Samstarfi hjálparsveita og skógræktar vel tekið Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:15 Skógræktarfólk gróðursetur rótarskot hjálparsveita í sumar. Fréttablaðið/Ernir Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira