Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 21:00 Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“ Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“
Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45
Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent