Innlent

Segir úrbætur á brúm ganga of hægt

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Alvarleg slys eða banaslys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. Leiðsögumaður segir úrbætur ganga of hægt. Margar brýr séu stórhættulegar.

Vegagerðin hyggst gera úttekt á brúm á þjóðvegum og stofnbrautum á landinu eftir banaslysið á brúnni yfir Núpsvötn. Brúin var byggð árið 1979 og vegrið á henni uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til nýrra vegriða.

Frá aldamótum til ársins 2017 varð 81 slys eða óhapp á átján einbreiðum brúm hér á landi. Banaslys eða önnur alvarleg slys urðu á fjórtán þeirra á þessu tímabili.

Flest óhöppin urðu á brúnni yfir Núpsvötn. Friðrik Brekkan, leiðsögumaður til margra ára, segir að hraða þurfi úrbótum á brúm hér á landi þar sem þær séu slysagildrur og margir kunni ekki á þær.

Segist hann telja að ráðamenn átti sig ekki á vandanum. Hann geri sér grein fyrir því að það taki tíma að hanna nýjar tvíbreiðar brýr en bendir á þörfna sem sé til staðar, til dæmis á veginum á milli Gullfoss og Geysis þar sem einbreið brú hægi á uppferð dagleg.

„Þetta er einhver meinloka sem þarf að laga,“ segir Friðrik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.