Tjón að missa út nýju þotuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Ein af nýjustu vélum Icelandair skemmdist í furðulegu óhappi að kvöldi jóladags. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30
Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23
Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45