Búist við hviðum á bilinu 40-50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 07:49 Það hvessir allrækilega þegar líður á daginn. Vísir/hanna Gul viðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi á öllu norðanverðu landinu í dag. Víða er búist við stormi eða roki og á nokkrum stöðum er spáð hviðum á bilinu 40-50 m/s við fjöll. Þó er ekki útilokað að hiti fari upp undir 20 stig við ákveðnar aðstæður á Austurlandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun tekur gildi um hádegisbil á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra í dag en um klukkan 18 á Austurlandi að Glettingi. Spáð er suðvestanstormi eða -roki með hviðum allt að 40 m/s við Ísafjörð, Bolungarvík og Hnífsdal. Þá gætu hviður farið upp í 50 m/s við fjöll, t.d. á Tröllaskaga, Langanes, á Jökuldal og í Vopnafirði. Ferðalangar á þessum slóðum eru beðnir að fara varlega en veður verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Í hugleiðingum veðurfræðings segir jafnframt að í dag hvessi jafnt og þétt á norðanverðu landinu en mun hægara verður syðra og súld á köflum vestast á landinu. Mjög hlýtt loft streymir nú yfir landinu og því getur slegið niður, einkum austast þar sem hiti gæti enn farið uppundir 20 stig. „Þó svo að hitatölur á borð við 10 til 15 stig verði líklega algengastar á því svæði þegar líður á daginn, gæti hlýnað talsvert meira ef allt gengur upp og við því séð hitatölur sem næðu uppundir 20 stig. En það skýrist ekki fyrr en í kvöld og jafnvel ekki fyrr en á morgun þegar veður lægir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá er gert ráð fyrir að kólni á morgun og vænta má svalari umhleypingum næstu daga.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag:Vestan 15-20 m/s við N-ströndina um morguninn, en lægir síðan smám saman og rofar til. Mun hægari vindur og rigning eða slydda með köflum SV-til, en styttir upp seinnipartinn. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 5 stig syðst. Á föstudag:Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 m/s með slyddu eða rigningu, en lengst af þurrt fyrir austan. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 7 stig seinni partinn. Hægari, vestlægari og víða dálítil væta um kvöldið. Á laugardag:Breytileg átt yfirleitt 5-13 m/s. Þurrt að kalla fyrripartinn og fremur svalt, snjókoma N-til, en slydda eða rigning syðra. Á sunnudag:Útlit fyrir norðanátt með éljum og kólnandi veður, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Úrkomuminna síðdegis og víða frost. Á mánudag:Gengur líklega í hvassa austanátt með úrkomu víða á landinu, einkum S- og V-lands. Áfram svalt veður, en hlánar sunnantil. Á þriðjudag:Útlit fyrir norðalæga átt með ofankomu um landið norðan- og austanvert en þurrt að kalla syðra. Vægt frost. Bolungarvík Veður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Gul viðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi á öllu norðanverðu landinu í dag. Víða er búist við stormi eða roki og á nokkrum stöðum er spáð hviðum á bilinu 40-50 m/s við fjöll. Þó er ekki útilokað að hiti fari upp undir 20 stig við ákveðnar aðstæður á Austurlandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun tekur gildi um hádegisbil á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra í dag en um klukkan 18 á Austurlandi að Glettingi. Spáð er suðvestanstormi eða -roki með hviðum allt að 40 m/s við Ísafjörð, Bolungarvík og Hnífsdal. Þá gætu hviður farið upp í 50 m/s við fjöll, t.d. á Tröllaskaga, Langanes, á Jökuldal og í Vopnafirði. Ferðalangar á þessum slóðum eru beðnir að fara varlega en veður verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Í hugleiðingum veðurfræðings segir jafnframt að í dag hvessi jafnt og þétt á norðanverðu landinu en mun hægara verður syðra og súld á köflum vestast á landinu. Mjög hlýtt loft streymir nú yfir landinu og því getur slegið niður, einkum austast þar sem hiti gæti enn farið uppundir 20 stig. „Þó svo að hitatölur á borð við 10 til 15 stig verði líklega algengastar á því svæði þegar líður á daginn, gæti hlýnað talsvert meira ef allt gengur upp og við því séð hitatölur sem næðu uppundir 20 stig. En það skýrist ekki fyrr en í kvöld og jafnvel ekki fyrr en á morgun þegar veður lægir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá er gert ráð fyrir að kólni á morgun og vænta má svalari umhleypingum næstu daga.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag:Vestan 15-20 m/s við N-ströndina um morguninn, en lægir síðan smám saman og rofar til. Mun hægari vindur og rigning eða slydda með köflum SV-til, en styttir upp seinnipartinn. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 5 stig syðst. Á föstudag:Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 m/s með slyddu eða rigningu, en lengst af þurrt fyrir austan. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 7 stig seinni partinn. Hægari, vestlægari og víða dálítil væta um kvöldið. Á laugardag:Breytileg átt yfirleitt 5-13 m/s. Þurrt að kalla fyrripartinn og fremur svalt, snjókoma N-til, en slydda eða rigning syðra. Á sunnudag:Útlit fyrir norðanátt með éljum og kólnandi veður, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Úrkomuminna síðdegis og víða frost. Á mánudag:Gengur líklega í hvassa austanátt með úrkomu víða á landinu, einkum S- og V-lands. Áfram svalt veður, en hlánar sunnantil. Á þriðjudag:Útlit fyrir norðalæga átt með ofankomu um landið norðan- og austanvert en þurrt að kalla syðra. Vægt frost.
Bolungarvík Veður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira