Lífið

Bubbi kom Þráni á óvart þegar hann óð syngjandi inn í hljóðverið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg uppákoma í beinni á Bylgjunni.
Skemmtileg uppákoma í beinni á Bylgjunni. vísir/vilhelm

Þráinn Steinsson, útvarps- og tæknimaður á Bylgjunni, er fimmtugur í dag en heyra má í honum alla virka morgna á Bylgjunni í Bítinu.

Í þættinum í morgun var vel haldið upp á daginn og fékk Þráinn fjölmargar afmælisgjafir. Meðal þeirra var kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, sem mætti óvænt í hljóðverið og kom Þráni á óvart.

Bubbi steig inn í hljóðverið og söng fyrir Þráinn. Hann kom úr Kjósinni til þess eins að heilsa upp á afmælisbarnið. Skemmtileg uppákoma og spjall sem heyra má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.