Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 14:53 Myndir Rúnar eru teknar með tíu ára millibili, fyrir og eftir breytingar. Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33