Birti mynd af blindum dómurum á Twitter og fékk stóra sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 23:30 Bandaríski fótboltaþjálfarinn Lane Kiffin. Getty/Mark Brown Bandaríski fótboltaþjálfarinn Lane Kiffin fann öðruvísi leið til að gagnrýna dómara eftir leik helgarinnar en hann slapp samt ekki við það að fá væna sekt að launum. Lane Kiffin, sem er þjálfari Florida Atlantic, var mjög ósáttur eftir 36-31 tap á móti Marshall á föstudagskvöldið. Hann var ósáttur með marga dóma en lið hans fékk meðal á sig níu víti í leiknum. Eftir leikinn þá neitaði hann að tjá sig um dómarana í viðtölum við fjölmiðla af því að hann vildi ekki fá sekt. Kiffin er ekki þekktur fyrir annað en að láta skoðanir sínar í ljós. Hann passaði sig þarna en menn þurftu samt ekki að bíða lengi..@ConferenceUSA has fined Lane Kiffin $5,000 for violating the league's sportsmanship policy for tweeting a "blind refs" meme. https://t.co/CLw4TGSn6y — Sporting News (@sportingnews) October 20, 2019Þegar Lane Kiffin var kominn heim þá stóðst hann þó ekki freistinguna og setti inn „meme“ á Twitter síðu sína þar sem voru samankomnir blindir dómarar. Dómarnir voru þrír talsins, allir með blindragleraugu og blindrahunda sér við hlið. Lane Kiffin hefði kannski sloppið ef hann hefði ekki gengið aðeins lengra og merkt dómarasamtökin. Dómarasamtökunum var ekki skemmt og sektuðu þjálfarann um fimm þúsund dollara eða um 626 þúsund krónur íslenskar.https://t.co/zDIG8fhMlj — Lane Kiffin (@Lane_Kiffin) October 20, 2019 NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Bandaríski fótboltaþjálfarinn Lane Kiffin fann öðruvísi leið til að gagnrýna dómara eftir leik helgarinnar en hann slapp samt ekki við það að fá væna sekt að launum. Lane Kiffin, sem er þjálfari Florida Atlantic, var mjög ósáttur eftir 36-31 tap á móti Marshall á föstudagskvöldið. Hann var ósáttur með marga dóma en lið hans fékk meðal á sig níu víti í leiknum. Eftir leikinn þá neitaði hann að tjá sig um dómarana í viðtölum við fjölmiðla af því að hann vildi ekki fá sekt. Kiffin er ekki þekktur fyrir annað en að láta skoðanir sínar í ljós. Hann passaði sig þarna en menn þurftu samt ekki að bíða lengi..@ConferenceUSA has fined Lane Kiffin $5,000 for violating the league's sportsmanship policy for tweeting a "blind refs" meme. https://t.co/CLw4TGSn6y — Sporting News (@sportingnews) October 20, 2019Þegar Lane Kiffin var kominn heim þá stóðst hann þó ekki freistinguna og setti inn „meme“ á Twitter síðu sína þar sem voru samankomnir blindir dómarar. Dómarnir voru þrír talsins, allir með blindragleraugu og blindrahunda sér við hlið. Lane Kiffin hefði kannski sloppið ef hann hefði ekki gengið aðeins lengra og merkt dómarasamtökin. Dómarasamtökunum var ekki skemmt og sektuðu þjálfarann um fimm þúsund dollara eða um 626 þúsund krónur íslenskar.https://t.co/zDIG8fhMlj — Lane Kiffin (@Lane_Kiffin) October 20, 2019
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira