Níutíu manns tóku inntökuprófið í slökkviliðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 19:23 Ingibjörg segir mun færri konur en karla sækja um. stöð 2 Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira