Taka þurfi fyrr og fastar á málum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 19:00 Frá barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). vísir/vilhelm Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36