Innlent

Á­rásin á Isavia runnin undan rifjum teymis tyrk­neskra tölvu­þrjóta

Andri Eysteinsson skrifar
Anka Neferler Tim segjast standa að baki árásinni á vef Isavia
Anka Neferler Tim segjast standa að baki árásinni á vef Isavia Samsett/Twitter/Getty
Netárásirnar á heimasíðu Isavia í dag voru gerðar af tyrkneska tölvuþrjótahópnum Anka Neferler Tim. Greint er frá þessu á vef tyrkneska fjölmiðilsins Yeni Akit en RÚV greindi fyrst frá.

Á Twitter síðu hópsins kemur fram að um hefnd sé að ræða fyrir meðferðina á tyrkneska landsliðinu.

Þessir óprúttnu aðilar náðu því að gera vefsíðuna óvirka en starfsmenn Isavia urðu fyrst varir við árásina síðdegis og lá vefsíðan niðri í tvo tíma. Á meðan árásunum stóð var ekki hægt að nálgast upplýsingar um brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli.

Sjá einnig: Tvær tölvuárásir gerðar á heimasíðu Isavia í dag

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, var um að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda.

Þá varð vefurinn fréttaritsins Sunnlenska á suðurlandi einnig fyrir barðinu á óprúttnu aðilunum. Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri Sunnlenska, greindi frá því á Twitter síðu sinni. Svo virðist þó vera að ekki sé um sömu aðila að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.