Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2019 19:54 Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira